Það að velja boga með réttri dragþyngd getur verið snúið.

En það mikilvægasta er að byrja ekki með of dragþunga boga. þar sem að styrkur og úthald eykst því oftar sem viðkomandi er að skjóta.

Oftar en ekki reyna forledrar og þjálfarar að velja boga fyrir krakka/unglinga sem þau eiga að geta notað í 3-4 ár út frá kostnaðarlegu tilliti. Það er mikill misskilignur og getur í raun skaða krakka og unglinga þegar þau eru að vaxa.

En reyndur þjálfari, hann hugsar fyrst og fremst um að viðkomandi muni hafa gaman af að skjóta af boga, það sé auðvelt og það mikilvægasta að hljúa að uppvexti vöðva og beina

Það er mjög þunn lína á milli þess að vera með of létta eða þunga dragþyngd.

Hér eru töflur sem sýna til viðmiðunar hvað gæti talist æskileg dragþyngd eftir aldri.

Sveigbogi DRAGÞYNGD SEM MÆLT ER MEÐ

Fyrir byrjendur á Sveigboga

 • Krakkar (Aldur 8 til 10) 10 – 12 pund
 • Krakkar (Aldur 11 til 13) 10 – 14 pund
 • Unglingar (Aldur 14 til 17) 12 – 16 pund
 • Fullorðnir (Aldur 18 til 20) 16 – 22 pund
 • Fullorðnir konur 16 – 26 pund
 • Fullorðnir Karlar 22 – 28 pund

Fyrir lengra komna Sveigbogi

Fyrir lengra komna Sveigbogi
Getur einnig átt við byrjendur sem eru líkamlega sterkari á efri part líkamans en jafnaldrar

 • Krakkar (Aldur 8 til 10) 10 – 14 pund
 • Krakkar (Aldur 11 til 13) 12 – 18 pund
 • Undlingar (Aldur 14 til 17) 16 – 22 pund
 • Fullorðnir (Aldur 18 til 20) 18 – 26 pund
 • Fullorðnar Konur 22 – 32 pund
 • Fullorðnir Karlar 26 – 38 pund

Trissubogi Dragþyngd sem mælt er með.

Fyrir byrjendur á Trissuboga

 • Krakkar (Aldur 8 til 12) 10 – 16 pund
 • Unglingar (Aldur 12 til 14) 14 – 22 pund
 • Unglingar (15 til 18) 24 – 28 pund
 • Ungar konur og Unglings strákar 26 – 36 pund
 • Meðal Kvennmaður og ungir karlar 30 – 40 pund
 • Meðal Karlmaður 40 – 50 pund
 • Sterkari en meðal kvennmaður og karlmaður  40 – 60 pund

Trissubogi fyrir Lengra komna

 

 • Krakkar 18 – 22 pund
 • Unglingar 24 – 30 pund
 • Ungar konur og Unglings strákar 30 – 40 pund
 • Meðal Kvennmaður og ungir karlar 40 – 50 pund
 • Sterkari en meðal kvennmaður og karlmaður 50 – 60 pund