Verð

Verð á heimasíðu eru með vsk og eru háð gengi og flutningi hverju sinni og geta því breyst án fyrirvara. Eftir að pöntun er staðfest með greiðslu þá stendur það verð. Flutningur er ekki innifalinn í verði nema um annað sé samið.

Afhending

Vara á lager fer frá okkur við fyrsta tækifæri ,Með sérpantanir þá geta liðið einhverjir dagar/vikur þar til varan  berst til landsins til að samnýta flutning og uppfylla lágmarks pöntunar upphæð birgja.

Gæti liði lengri tími með afhendingu á einstaka vörum til að uppfylla lágmarks pöntunarfjölda frá birgja.

Hvað er í ábyrgð og hversu lengi gildir hún?
Ábyrgðin gildir eins lengi og upp er gefið fyrir hverja vöru fyrir sig. Ábyrgðin tekur gildi á afhendingardegi. Almennur kvörtunarfrestur skv. lögum er 2 ár.

Hvað mun Bogasteinn gera til að leysa málið?
Bogasteinn mun skoða vöruna og áskilur sér rétt til þess að ákveða hvort ábyrgðin gildir fyrir hvert einstaka tilfelli fyrir sig í samráði við birgja/framleiðanda. Ef ábyrgðin er samþykkt, þá mun Bogasteinn sjá um og ákveða að, annað hvort gera við vöruna eða skipta henni út fyrir sömu vöru eða sambærilega. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda.

Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgðin nær ekki yfir venjulega notkun, slit, rispur og aðrar skemmdir sem til koma vegna slyss eða þungra högga. Ábyrgðin gildir ekki ef vörur hafa verið geymdar, settar saman eða uppsettar á rangan hátt, notaðar á óviðeigandi hátt, notaðar á rangan hátt, þeim hefur verið breytt eða hreinsaðar með röngum efnum eða aðferðum. Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem kaupir vöruna upprunalega hjá Bogasteinn hún færist ekki milli eigenda.

Meðhöndlun
Fylgdu vandlega leiðbeiningum um samsetningu og meðhöndlun frá framleiðanda.

Skilafrestur

Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan sé ónotuð og óskemmd og henni sé skilað til seljandi innan 14 daga í upprunalegu umbúðum óskemmdum Greiðslukvittun verður að fylgja með vöru. 14 daga skilarétturinn hefst er varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan er endurgreidd að fullu innan 30 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.